Prolong

Print
Prolong

Prolong er drykkur með kolvetnum og próteini til að nota meðan stunduð er langvarandi og erfið líkamsáreynsla. Einstakur drykkur hefur osmósuþéttni á bilinu 270-330 mosmól/kg og inniheldur kolvetni og mysuprótein til að styðja við vöxt og viðhald á vöðvamassa.

HELSTU KOSTIR

 • Inniheldur 224 kkal í skammti sem er frábært fyrir þolíþróttafólk.
 • Einstakur drykkur með kolvetna- og próteinblöndu sem hefur osmósuþéttni á bilinu 270-330 mosmól/kg.
 • Með 6,8g af mysupróteini til að styðja við vöxt á vöðvamassa.
 • Inniheldur kolvetni í formi maltódextríns.
 • Drykkurinn er efnabættur með C- vitamin og B-vítamínum (þ.m.t. B1, B3, B6, B12 og pantóþensýru) og gæddur léttu og mildu bragði svo hann renni ljúflega niður við áreynslu.
 • Engin gervilitarefni, gervibragðefni eða gervisætuefni.

HVER ÞARF PROLONG?

 • Þríþrautarmaður sem æfir saman hjólreiðar og hlaup og þegar hann tekur þátt í keppni
 • Hjólreiðamaður á 4 klst. æfingu
 • Sundmaður að lokinni morgunæfingu
 • Knattspyrnumaður meðan á æfingu stendur eða kappleik
 • Þeir sem stunda mjög erfiða, líkamlega vinnu

NOTKUN

Bættu 4 sléttum skeiðum (60g) í 250ml af vatni, hristu vel, bættu svo öðrum 250ml við til að fá 500ml skammt. Drekktu eina flösku (500ml) fyrir hverja stund af áreynslu.

Nota ætti þessa vöru sem hluta af fjölbreyttu og samræmdu mataræði ásamt heilbrigðum lífsstíl.

Við ábyrgjumst að sjálfstæður þriðji aðili sjái um að skima allar framleiðslulotur af sérhverri vöru fyrir bönnuðum efnum. Til tryggingar fyrir neytendur er unnt að rekja vörurnar eftir lotunúmerum sem eru áletruð á þær og fletta þeim upp á www.koelnerliste.com.  Panta hjá dreifingaraðila is-IS | 24.8.2019 23:47:27 | NAMP2HLASPX03